Hættumat á Hólum | Skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi 20.
Hættumat á Hólum | Skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi 20. maí að fara þess á leit við Skipulagsstofnun að stofnunin óski eftir við Veðurstofu Íslands að framkvæmt verði bráðabirgðahættumat á íbúðarsvæði við Nátthaga á Hólum í Hjaltadal. Kemur þetta fram á Heimasíðu Skagfirðingsins, skagafjordur.com. Þá samþykkti nefndin að gangast fyrir íbúafundi á Hólum varðandi frekari kynningu á tillögu um deiliskipulag íbúðasvæðisins við Nátthaga.