ÍSLENSKA ríkið hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmt skaðabótaskylt gagnvart útgerðarfélaginu Síldey ehf. vegna þess hvernig staðið var að kvótasetningu á löngu og keilu.

ÍSLENSKA ríkið hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmt skaðabótaskylt gagnvart útgerðarfélaginu Síldey ehf. vegna þess hvernig staðið var að kvótasetningu á löngu og keilu. Telur dómurinn að kvótasetningin hafi falið í sér að alfarið var litið fram hjá veiðireynslu Síldeyjar og þar með atvinnuhagsmunum félagsins af áframhaldandi veiðum. Aðferð sem reglugerðin byggðist á við ákvörðun aflahlutdeildar hafi þannig komið með óvenjulegum og verulega íþyngjandi hætti niður á Síldey, samanborið við aðra. | B1