Gestur Guðfinnsson las prófarkir á Alþýðublaðinu og var skáldmæltur. Hann var Ferðafélagsmaður og og orti gjarnan um náttúruna.

Gestur Guðfinnsson las prófarkir á Alþýðublaðinu og var skáldmæltur. Hann var Ferðafélagsmaður og og orti gjarnan um náttúruna. Esjan fékk sinn skammt í sígildum vísum:

Mikið lifandis ósköp er Esj an ljót

að aftan jafnt sem að

framan;

að skakklappast þar um skriður og grjót

er skelfing leiðinlegt gaman.

Um Esjuna margt hef ég ófagurt spurt

enda er hún lýtum hlaðin.

Það ætti að flytja fjallið burt

og fá sér annað í staðinn.

Einar Karl Sigvaldason, bóndi á Fljótsbakka, yrkir einnig náttúrustemningu:

Hér við eyðihraunið grátt

hugann seiða myndir.

Spegla heiðið hreint og blátt

Herðubreiðarlindir.

Einar Karl orti á ferð um Skagafjörð:

Ljómar sól um lágreist býli

lítinn hól og þúfnakrans

Hér er Bóla, Hjálmarsskýli

höfuðból í vitund manns.

pebl@mbl.is