"ÉG er ánægður með kraftmikinn og þéttan leik af okkar hálfu með þremur mörkum en framan af fyrri hálfleik eða fyrstu þrjátíu mínúturnar vorum við virkilega góðir," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn á Fram í gærkvöld.

"ÉG er ánægður með kraftmikinn og þéttan leik af okkar hálfu með þremur mörkum en framan af fyrri hálfleik eða fyrstu þrjátíu mínúturnar vorum við virkilega góðir," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn á Fram í gærkvöld.

"Við mættum liði sem hefur verið í stuði og kemur mjög sterkt til leiks. Við vissum vel af því og vissum þá líka að við þyrftum að koma grimmir til að eiga möguleika í dag. Það gerðum við einmitt."

Valsmenn voru vissulega djarfir og ákveðnir framan af en færðu sig aftar eftir því sem leið á leikinn og slíkt býður hættunni heim. "Ég tek það alveg á mig. Við ætluðum að halda skipulagi og spila agað. Fengum svo sem alveg tækifæri til að bæta við mörkum en vorum, að margra mati, full passasamir en þetta snýst samt allt um að ná í punktana," sagði Willum Þór. Sjálfur átti hann ekki von á svona góðu gengi liðsins og vill að sínir menn hugsi um einn leik í einu.

"Ég get alveg viðurkennt að ég átti alls ekki von á að vera með tólf punkta eftir fjóra leiki. Það reynir nú á liðið að halda "næsta leiks"-hugsunarhættinum, það er kúnstin og við vinnum markvisst að því. Það verður bara að ganga upp."