Miðborgin | Hátíð hafsins verður haldin á Miðbakka Reykjavíkurhafnar um næstu helgi. Hafnardeginum verður fagnað á laugardag og á sunnudag verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt.

Miðborgin | Hátíð hafsins verður haldin á Miðbakka Reykjavíkurhafnar um næstu helgi. Hafnardeginum verður fagnað á laugardag og á sunnudag verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur.

Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt. Boðið verður upp á skemmtisiglingar á skólaskipinu Sæbjörgu. Sérstök flöskuskeytaferð verður farin á laugardaginn kl. 15. Öllum gefst kostur á að útbúa eigin skeyti í flöskuskeytagerð, sem verður í tjaldi á hafnarbakkanum.

Margar sýningar verða opnaðar á Miðbakkanum í ár. Ljósmyndasýning grunnskólabarna, söguleg sýning um hlutverk Reykjavíkurhafnar á hernámsárunum, sýning Kristins Benediktssonar á lífinu um borð í fiskibátum og sýning Hafrannsóknarstofnunnar á fiskum við strendur Íslands. Fyrsti íslenski togarinn, Coot, á aldarafmæli í ár og af því tilefni mun Sjóminjasafnið í Reykjavík opna sýningu um sögu togarans.

Meðal annarra atriða verður franski sirkusins Cirque, úrslit sjómannalagakeppni Rásar 2 og hátíðar hafsins verða gerð kunn, Gunni og Felix verða með söng og skemmtilegheit fyrir alla fjölskylduna og flutt atriði úr sýningunni Klaufar og kóngsdætur ásamt því sem haldin verður dorgveiðikeppni.