LEIKMENN Phoenix Suns eru ekki dauðir úr öllum æðum og þeir gerðu það sem flestir reiknuðu með að þeir gætu ekki; náð að sigra San Antonio Spurs í San Antonio.

LEIKMENN Phoenix Suns eru ekki dauðir úr öllum æðum og þeir gerðu það sem flestir reiknuðu með að þeir gætu ekki; náð að sigra San Antonio Spurs í San Antonio.

Sú var engu að síður staðreyndin í fyrrinótt en þá urðu lokatölur fjórða leiks liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfuknattleik, 106:111. Staðan er því 3:1 Spurs í vil en næsti leikur fer fram í Phoenix og það er næsta víst að leikmenn Suns vilja bæta aðdáendum sínum fyrir frammistöðuna í tveimur fyrstu leikjum einvígisins sem þeir töpuðu einmitt á heimavelli þeirra.

Stoudemire frábær

Jafnræði var á með liðunum í fyrsta leikhluta, en þegar þegar flautað var til leikhlés var staðan 59:52 Spurs í vil. Á lokakafla leiksins var Spurs yfir, 104:103 og aðeins tæpar tvær mín. eftir. Frábær leikur Amare Stoudemire það sem eftir lifði leiks gerði gæfumuninn fyrir Suns.

"Þetta voru ótrúlegar tvær mínútur hjá honum, tvær körfur, varið skot, fráköst og stoðsending. Allt þetta þegar allt var að sjóða upp úr," sagði Steve Nash um frammistöðu Stoudemire á lokakaflanum, en hann skoraði 31 stig í leiknum.