SJÓMANNADAGSBLAÐ Snæfellsbæjar 2005 er komið út. Í blaðinu er m.a. viðtal við afla- og framkvæmdamanninn Leif Halldórsson í Ólafsvík og Ásbjörn Óttarsson, skipstjóra á Þorsteini SH frá Rifi og forseta bæjarstjórnar Snæfellsbæjar.
SJÓMANNADAGSBLAÐ Snæfellsbæjar 2005 er komið út. Í blaðinu er m.a. viðtal við afla- og framkvæmdamanninn Leif Halldórsson í Ólafsvík og Ásbjörn Óttarsson, skipstjóra á Þorsteini SH frá Rifi og forseta bæjarstjórnar Snæfellsbæjar. Þá er sagt er frá því sem gerðist á sjómannadögum í bæjarfélögunum á Snæfellsnesi á sl. ári. Í blaðinu er einnig grein eftir Gunnar Kristjánsson í Grundarfirði sem hann nefnir Úr fórum fyrri tíma. Þá er viðtal við Pál Guðmundsson, skipstjóra í Stykkishólmi, viðtal er við Finn Gærdbo, útgerðarmann í Ólafsvík, en á þessu ári eru 50 ár liðin frá því að hann kom til Ólafsvíkur frá Færeyjum. Forsíðuna prýðir olíumálverk eftir listamanninn Sjöfn Har og heitir það Morgunn við Jökulinn. Sjómannadagsblaðið er unnið að öllu leyti í prentsmiðjunni Steinprenti ehf. í Ólafsvík og verður m.a. til sölu á Grandakaffi og í gleraugnaversluninni í Mjódd í Reykjavík. Ritstjóri er Pétur Steinar Jóhannsson.