STJÓRNSTÖÐ Landhelgisgæslunnar hefur flutt starfsemi sína frá Seljavegi 32 að Skógarhlíð 14, að loknum margra mánaða undirbúningi.

STJÓRNSTÖÐ Landhelgisgæslunnar hefur flutt starfsemi sína frá Seljavegi 32 að Skógarhlíð 14, að loknum margra mánaða undirbúningi.

Hjalti Sæmundsson aðalvarðstjóri á stjórnstöð Gæslunnar segir fimm vaktmenn ganga vaktir á stjórnstöð auk Hjalta sem er sá sjötti. Stjórnstöðin er innan Vaktstöðvar siglinga sem lýtur forstöðu Ásgríms Ásgrímssonar. Stjórnstöðin hefur hins vegar verið rekin sem sérstök stöð frá árinu 1954. Rekstur stjórnstöðvar verður á sama formi og undanfarið 51 ár að sögn Hjalta, og með sama símanúmer, 545 2100.