— Morgunblaðið/RAX
VONIR standa til að brátt skýrist framtíð listaverks Magnúsar Pálssonar, "Sagan um karlsson, Lítil, Trítil og fuglana", sem er myndskreyting á samnefndu ævintýri.

VONIR standa til að brátt skýrist framtíð listaverks Magnúsar Pálssonar, "Sagan um karlsson, Lítil, Trítil og fuglana", sem er myndskreyting á samnefndu ævintýri. Uppsetning verksins hófst árið 1988, en var aldrei lokið að fullu vegna breytinga á hönnun skólans auk þess sem skemmdarverk voru unnin á hluta verksins utanhúss og hann fjarlægður í kjölfarið.

Stjórn Listskreytingasjóðs ríkisins mun fljótlega funda með bæjarstjóra Kópavogs um verk Magnúsar, en sjóðurinn kostaði gerð verksins á sínum tíma og er því talinn eigandi verksins að stórum hluta.

Ekki er hægt að fjarlægja verkið án samráðs við sjóðinn. Þá telur framkvæmdastjóri sjóðsins Snælandsskóla hafa borið að varðveita verkið og viðhalda því.