Heiðar Davíð Bragason
Heiðar Davíð Bragason
HEIÐAR Davíð Bragason lék vel í gær á öðrum keppnisdegi Opna breska áhugamannameistaramótsins í golfi en hann lék á 71 höggum á Royal Birkdale-vellinum og endaði í 3.-7. sæti eftir höggleikinn.

HEIÐAR Davíð Bragason lék vel í gær á öðrum keppnisdegi Opna breska áhugamannameistaramótsins í golfi en hann lék á 71 höggum á Royal Birkdale-vellinum og endaði í 3.-7. sæti eftir höggleikinn. Heiðar Davíð situr yfir í fyrstu umferð

holukeppninnar þar sem að margir kylfingar voru jafnir í 64. sæti en fyrirkomulag keppninnar verður með þeim hætti að efsti maður eftir höggleikinn mætir þeim sem endaði í neðsta sæti af þeim komust í 64 manna hópinn. Heiðar lék samtals á 140 höggum en þeir sem komust áfram léku á 147 höggum eða betur. Leikið var á tveimur völlum í höggleiknum, á Royal Birkdale og á Southport & Ainsdale-vellinum.

Sigmundur Einar Másson úr GKG hefur lokið keppni á Opna breska meistaramótinu í golfi en hann lék á 77 höggum í gær en 79 höggum í fyrradag eða samtals á 156 höggum og var talsvert frá því að komast áfram.