Afmælisbörn Hafnarbáturinn Léttir varð 80 ára fyrr á árinu en félagi hans, Grafarinn, varð 70 ára á sunnudaginn.
Afmælisbörn Hafnarbáturinn Léttir varð 80 ára fyrr á árinu en félagi hans, Grafarinn, varð 70 ára á sunnudaginn.
Það var mikið um dýrðir um borð í Grafaranum, eins og grafskipið Vestmannaey er venjulega kallað, þegar þess var minnst á sunnudaginn að 70 ár eru frá því það kom fyrst til hafnar í Vestmannaeyjum.

Það var mikið um dýrðir um borð í Grafaranum, eins og grafskipið Vestmannaey er venjulega kallað, þegar þess var minnst á sunnudaginn að 70 ár eru frá því það kom fyrst til hafnar í Vestmannaeyjum.

Af því tilefni bauð hafnarstjórn til veislu um borð þar sem voru mættir bæjarstjórinn, formaður hafnarstjórnar og starfsmenn hafnarinnar.

Grafarinn kom til Eyja 29. maí 1935 og er ennþá að dæla upp úr höfninni í Vestmannaeyjum. Sennilega sér senn fyrir endann á því þegar nýrri og öflugri tæki taka við hlutverki hans. En hann er búinn að þjóna Eyjamönnum vel þessi 70 ár.