Svava K. Egilsson
Svava K. Egilsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar 1.-16. júní 2005 1. júní - 97 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar Kl. 14.00 Svava K. Egilsson opnar hrútasýningu á vinnustofu sinni að Brekkugötu 2. Kl. 16.

Lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar 1.-16. júní 2005

1. júní - 97 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar

Kl. 14.00 Svava K. Egilsson opnar hrútasýningu á vinnustofu sinni að Brekkugötu 2.

Kl. 16.00 Guðbjörg Lára Viðarsdóttir opnar sýningu á myndum í Bókasafni Hafnarfjarðar sem hún hefur unnið fyrir bók sína Svarta riddarann.

Kl. 18.00 Setningarhátíð Bjartra daga í Hafnarborg. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri flytur setningarræðu.

Kór Flensborgarskóla frumflytur tónverk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur við texta Arnar Arnarsonar. Stjórnandi Hrafnhildur Blomsterberg. Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar útnefndur. Tveir hvatningarstyrkir veittir.

Kl. 20.00 Frumsýning á nýju íslensku leikverki, Móðir mín dóttir mín, eftir Ingibjörgu Reynisdóttur í Listaklúbbi Hafnarfjarðarleikhússins, Strandgötu 50. Ragnheiður Gröndal samdi sérstaklega lög fyrir sýninguna. Leikstjóri er Eline McKay og leikarar eru Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og Ingibjörg Reynisdóttir.

Kl. 20.00 Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson flytja íslensk ættjarðarlög í nýstárlegum útsetningum fyrir saxófón og orgel í Hafnarfjarðarkirkju.