Allt tiltækt lið slökkviliðsins var sent að Rangárseli vegna eldsvoðans.
Allt tiltækt lið slökkviliðsins var sent að Rangárseli vegna eldsvoðans. — Morgunblaðið/Eyþór
KONA var flutt á slysadeild vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kviknaði í raðhúsi við Rangársel í Breiðholti í Reykjavík upp úr hádegi í gær.

KONA var flutt á slysadeild vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kviknaði í raðhúsi við Rangársel í Breiðholti í Reykjavík upp úr hádegi í gær. Í húsunum eru íbúðir fyrir fatlaða og af þeim sökum var allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sent á staðinn. Ekki þurfti að flytja aðra íbúa úr húsinu.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu kviknaði eldurinn við anddyri í íbúð konunnar en síðdegis í gær voru eldsupptök ekki ljós. Verulegar skemmdir urðu á húsinu af völdum sóts og reyks.