Samningur Halldór Halldórsson og Valgerður Sverrisdóttir skrifa undir.
Samningur Halldór Halldórsson og Valgerður Sverrisdóttir skrifa undir. — Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson
Ísafjörður | Alls verður varið 140 milljónum kr. til reksturs vaxtarsamnings Vestfjarða til ársins 2008. Þar af koma 75 milljónir frá ríkisvaldinu samkvæmt byggðaáætlun og 65 milljónir koma frá sveitarfélögunum á svæðinu, einkaaðilum og stofnunum.

Ísafjörður | Alls verður varið 140 milljónum kr. til reksturs vaxtarsamnings Vestfjarða til ársins 2008. Þar af koma 75 milljónir frá ríkisvaldinu samkvæmt byggðaáætlun og 65 milljónir koma frá sveitarfélögunum á svæðinu, einkaaðilum og stofnunum. Það er nýlunda að fjármálastofnanir koma nú í fyrsta skipti að framkvæmd slíks samnings.

Vaxtarsamningur Vestfjarða var undirritaður á Ísafirði í gær. Fram kom við það tækifæri að samningurinn er gerður í framhaldi af skýrslu um byggðaþróun Vestfjarða sem kynnt var í vetur. Þar var lagt til að slíkur samningur yrði gerður en hann byggist á nýjum aðferðum við að styrkja hagvöxt einstakra svæða með uppbyggingu klasa.

Auk ríkis, Ísafjarðarbæjar og annarra sveitarfélaga og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða koma að samningnum Hraðfrystihúsið Gunnvör hf., Oddi hf., Vinnuveitendafélag Vestfjarða, Hólmadrangur hf., Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Sparisjóður Vestfirðinga, Sparisjóður Bolungarvíkur, Landsbanki Íslands, Íslandsbanki, Byggðastofnun, Háskólasetur Vestfjarða, Iðntæknistofnun Íslands og Útflutningsráð Íslands.