Vopnafjörður | Minnismerki um drukknaða sjómenn verður vígt á Vopnafirði á sjómannadaginn, 5. júní næstkomandi. Merkinu hefur verið fundinn staður í nálægð hafsins, skammt frá svonefndri Framtíðarvík.

Vopnafjörður | Minnismerki um drukknaða sjómenn verður vígt á Vopnafirði á sjómannadaginn, 5. júní næstkomandi. Merkinu hefur verið fundinn staður í nálægð hafsins, skammt frá svonefndri Framtíðarvík. Gefandi er fjölskylda Bjarka Björgólfssonar í minningu bróður hans, Þorsteins Jóns, er féll í greipar hafsins fyrir tæpum aldarfjórðungi.

Bjarki, ásamt fjölskyldu sinni, kom fram með hugmynd að minnismerkinu. Smíðaði Bjarki sjálfur skútu þá er prýða mun stuðlabergssúluna er minnismerkið hvílir á en stuðlabergið fann hann á vopnfirsku heiðunum. Minnismerkinu hefur verið valinn staður í litla miðbænum en umhverfishönnun gerir ráð fyrir að svæðið í heild sinni verði fegrað á næstu árum. Mun merkið nýreista mynda verðugan miðpunkt þar sem það stendur utarlega í rýminu með fjallahring Vopnafjarðar í baksýn.