[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
"NÚ er humar, gleðjast gumar," söngla margir erkigrillarar fyrir munni sér nú í sumarbyrjun, enda er sumarið gósentími grillaranna. Fiskur og annað sjávarfang er kjörið á grillið og það má grilla nánast allt sem úr sjó er dregið.

"NÚ er humar, gleðjast gumar," söngla margir erkigrillarar fyrir munni sér nú í sumarbyrjun, enda er sumarið gósentími grillaranna. Fiskur og annað sjávarfang er kjörið á grillið og það má grilla nánast allt sem úr sjó er dregið. En það jafnast hinsvegar fátt á við blessaðan humarinn. Humarvertíðin er nú í hámarki og víða hægt að nálgast góðan og ferskan humar á sanngjörnu verði. Og Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistari á Fylgifiskum, leiðir okkur í allan sannleikan um hvernig best er að fara með þetta konfekt hafsins. Hér er afar einföld en jafnframt ljúffeng uppskrift fyrir fjóra. Verði ykkur að góðu!

Uppskriftin

2 kg humarhalar

50 gr sæt taílensk basilíka

3 stk hvítlauksrif

30 gr engifer

30 ml sesamolía

60 ml sítrónuolía

Maldon salt og nýmulinn pipar

Aðferðin

Þegar humar er klofinn er best að leggja halann þannig að skottið snúi að manni og rauða hliðin snúi upp. Humarinn er svo klofinn með því að þrýsta hnífnum í gegn án þess að humarinn fari í tvennt. Þá er brotið upp sárið svo sárið snúi út.

Maukið basilíkuna, hvítlauksrifin og engiferinn í matvinnsluvél. Blandið sesamolíunni og sítrónuolíunni saman við. Kljúfið humarinn og leggið í kryddolíuna í stutta stund. Saltið og piprið. Grillið á vel heitu grilli í um 1½ mínútu á hvorri hlið