NÆSTUM þrír af hverjum tíu Íslendingum telja að auglýsingar Umferðarstofu "Umferðin snýst um líf" hafi haft mikil áhrif á hegðun þeirra í umferðinni. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem IMG Gallup gerði.
NÆSTUM þrír af hverjum tíu Íslendingum telja að auglýsingar Umferðarstofu "Umferðin snýst um líf" hafi haft mikil áhrif á hegðun þeirra í umferðinni. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem IMG Gallup gerði. Umferðarstofa afturkallaði þrjár af fjórum auglýsinganna eftir að umboðsmaður barna kvartaði til Samkeppnisstofnunar. Úrtakið var 1.350 manns á öllu landinu en svarhlutfall var rúm 60%. Meiri hluti svarenda hafði séð eða heyrt auglýsingarnar eða um 96%. Rúmlega þrjár af hverjum tíu konum sögðu auglýsingarnar hafa haft áhrif en 24% karla. Flestir töldu boðskapinn komast vel til skila en rúmur þriðjungur taldi of langt gengið. Tæp 63% töldu auglýsingarnar ganga hæfilega langt en 2,4% fannst of skammt gengið.