HÓPUR lykilstjórnenda í Íslandsbanka festi í gær kaup á 240 milljón hlutum í bankanum á kaupgenginu 13,30 krónur. Heildarkaupverð er 3.192 milljónir króna og er hér um 1,78% af heildarhlutafé að ræða.

HÓPUR lykilstjórnenda í Íslandsbanka festi í gær kaup á 240 milljón hlutum í bankanum á kaupgenginu 13,30 krónur. Heildarkaupverð er 3.192 milljónir króna og er hér um 1,78% af heildarhlutafé að ræða.

Þeir sem keyptu voru þeir Einar Sveinsson, formaður bankaráðs, Bjarni Ármannsson, forstjóri, framkvæmdastjórarnir Finnur Freyr Stefánsson, Haukur Oddsson, Jón Diðrik Jónsson, Tómas Kristjánsson og framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra, Þorgils Óttar Mathiesen, svo og Frank O. Reite, sem er framkvæmdastjóri Íslandsbanka í Noregi.

Einar Sveinsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hér væri um hrein kaup að ræða en ekki kaupréttarsamninga. "Þetta er afbragðsgóður banki og góður rekstur sem ég hef mikla trú á. Þess vegna er ég að auka eign mína í félaginu," segir Einar.