SAFNASAFNIÐ á Svalbarðsströnd hefur verið opnað með 6 nýjum sýningum. Í reitnum eru "Dvergar í skógi" sem nemendur í 5. og 6. bekk Valsárskóla bjuggu til í vetur undir leiðsögn Ómars Þórs Guðmundssonar handmenntakennara. Á 1.

SAFNASAFNIÐ á Svalbarðsströnd hefur verið opnað með 6 nýjum sýningum. Í reitnum eru "Dvergar í skógi" sem nemendur í 5. og 6. bekk Valsárskóla bjuggu til í vetur undir leiðsögn Ómars Þórs Guðmundssonar handmenntakennara.

Á 1. hæð er sýning á pennateikningum og málverkum eftir Bjarna Þór Þorvaldsson í Reykjavík, og samsýning á tálguðum viðar- og sandsteinsverkum eftir Svein Einarsson frá Hrjót í Eiðaþinghá, og ljósmyndum eftir Auðun Einarsson í Reykjavík af samvinnu þeirra við endurreisn Sænautasels á Jökuldalsheiði.

Þá eru kynntar nýjar brúðugjafir frá einstaklingum í Eyjafirði og á höfuðborgarsvæðinu.

Á 2. hæð á palli er sýning á leirverkum eftir fjóra íbúa Sólheima í Grímsnesi. Sýningin er sett upp í tilefni 75 ára afmælis Sólheima.

Í Hornstofu er sýning á skúlptúrum úr pappamassa, Fermingarveislu, eftir Söru Vilbergsdóttur í Reykjavík.

Í Aðalsal er alþjóðleg sýning á verkum eftir 160 listamenn, 80 konur og 80 karla, sem er nokkurs konar þverskurður af viðfangi íslenskra listamanna, myndsýn þeirra, tækni og efnisnotkun.

Höggmyndir Ragnars Bjarnasonar taka á móti gestum við inngang safnsins sem endranær.

Safnasafnið er opið daglega frá kl. 10 til 18.