Helgi Valur Daníelsson
Helgi Valur Daníelsson
HELGI Valur Daníelsson úr Fylki var í gær valinn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu sem mætir Ungverjalandi á laugardaginn og Möltu á miðvikudaginn á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2006.

HELGI Valur Daníelsson úr Fylki var í gær valinn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu sem mætir Ungverjalandi á laugardaginn og Möltu á miðvikudaginn á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2006. Hjálmar Jónsson, leikmaður IFK Gautaborg, er meiddur og dró sig út úr hópnum í gær.

Helgi Valur er ekki alveg ókunnugur íslenska A-landsliðinu en með því hefur hann leikið einu sinni áður. Það var í leik gegn Indverjum sem fram fór í Cochin á Indlandi í janúar árið 2001 og lauk með 3:0 sigri Íslendinga. Helgi Valur kom inná sem varamaður í leiknum. Hins vegar á Helgi Valur fjölmarga leiki að baki með yngri landsliðunum. Hann hefur leikið 17 leiki með U21 árs landsliðinu, 6 með U19 og 15 með U17 ára landsliðinu.