HREFNA Jóhannesdóttir skoraði fjögur mörk þegar KR sigraði FH, 6:1, í úrvalsdeild kvenna, Landsbankadeild, á KR-vellinum í gærkvöld. Með sigrinum er KR með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar ásamt Breiðabliki með 9 stig eftir þrjár umferðir.

HREFNA Jóhannesdóttir skoraði fjögur mörk þegar KR sigraði FH, 6:1, í úrvalsdeild kvenna, Landsbankadeild, á KR-vellinum í gærkvöld. Með sigrinum er KR með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar ásamt Breiðabliki með 9 stig eftir þrjár umferðir.

Júlíana Einarsdóttir og Hrefna komu KR í 2:0 á fyrstu 20 mínútunum. Valdís Rögnvaldsdóttir svaraði strax fyrir FH, sem átti síðan sláarskot undir lok fyrri hálfleiks. Í seinni hálfleik tók KR öll völd, Hrefna bætti við þremur mörkum og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir einu.

Níu Valsmörk í Keflavík

Í Keflavík gjörsigruðu Íslandsmeistarar Vals nýliða Keflvíkinga, 9:0, og voru Valskonur komnar í 6:0 strax í fyrri hálfleiknum. Margrét Lára Viðarsdóttir, Rakel Logadóttir, Laufey Ólafsdóttir og Dóra María Lárusdóttir gerðu 2 mörk hver og Elín Svavarsdóttir skoraði eitt, tveimur mínútum eftir að hún kom inná sem varamaður.

Fyrstu stig Stjörnunnar

Stjarnan vann ÍA, 1:0, í uppgjöri botnliðanna á gervigrasvellinum í Garðabæ. Björk Gunnarsdóttir skoraði sigurmark Stjörnunnar seint í leiknum.