— Morgunblaðið/Jim Smart
NEMENDUR í Hólabrekkuskóla stóðu nýlega fyrir söfnun vegna afleiðinga náttúruhamfaranna í Asíu í vetur. Alls söfnuðust 222.000 kr. sem nemendurnir afhentu Rauða krossi Íslands. Krakkarnir í Hólabrekkuskóla beittu ýmsum ráðum við söfnunina.

NEMENDUR í Hólabrekkuskóla stóðu nýlega fyrir söfnun vegna afleiðinga náttúruhamfaranna í Asíu í vetur. Alls söfnuðust 222.000 kr. sem nemendurnir afhentu Rauða krossi Íslands.

Krakkarnir í Hólabrekkuskóla beittu ýmsum ráðum við söfnunina. Nemendur í unglingadeild skólans héldu kvöldvöku þar sem boðið var uppá margvísleg skemmtiatriði og rann ágóðinn af kvöldinu í söfnunarsjóðinn. Krakkarnir á miðskólastigi stóðu fyrir viðamikilli dósasöfnun.

Hér afhendir Björn Berg Pálsson, fulltrúi nemenda, Sigrúnu Árnadóttir, framkvæmdastjóra Rauða krossins, ágóðann af söfnuninni. Við hlið þeirra stendur Hólmfríður G. Guðjónsdóttir, skólastjóri Hólabrekkuskóla.