TILKYNNT var um úthlutun úr Forvarnasjóði á nýlegum ársfundi Lýðheilsustöðvar. Veitt er úr sjóðnum til verkefna á sviði áfengis- og vímuvarna. Var 45 milljónum úthlutað að þessu sinni.
TILKYNNT var um úthlutun úr Forvarnasjóði á nýlegum ársfundi Lýðheilsustöðvar. Veitt er úr sjóðnum til verkefna á sviði áfengis- og vímuvarna. Var 45 milljónum úthlutað að þessu sinni. Helstu styrkþegar í ár voru Fjölsmiðjan, sem hyggst starfækja verkþjálfunar- og framleiðslusetur fyrir ungt fólk, ADHD, stuðningssamtök fjölskyldna og barna með athyglisbrest, og Hósanna-hópurinn, sem sinnir götu-, forvarna- og hjálparstarfi.