Lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar 1.-16. júní Kl. 19:30 Bókakvöld í Gamla bókasafninu. Rithöfundarnir Andri Snær Magnason og Einar Kárason lesa upp úr verkum sínum. Boðið verður upp á kaffi. Kl . 20:00 Syngjandi sumar í Hafnarfjarðarkirkju.

Lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar 1.-16. júní

Kl. 19:30 Bókakvöld í Gamla bókasafninu. Rithöfundarnir Andri Snær Magnason og Einar Kárason lesa upp úr verkum sínum. Boðið verður upp á kaffi.

Kl . 20:00 Syngjandi sumar í Hafnarfjarðarkirkju. Samúel Samúelsson og Antonía Hevesi spinna út frá þekktum lögum á básúnu og orgel. Tónleikarnir eru í boði Hafnarfjarðarkirkju og aðgangur er ókeypis. Sr. Þórhallur Heimisson flytur stutta bæn fyrir tónleikana.

Kl. 20-23 ,,Ég er ögn í lífrænni kviksjá", myndlistargjörningur Örnu Valsdóttur í húsnæði Hafnarfjarðarleikhússins.