Katmandu. AP. | Maóískir uppreisnarmenn í Nepal segja það hafa verið "mistök" er þeir sprengdu í loft upp rútubifreið á mánudag með þeim afleiðingum að 38 létust og 71 slasaðist.

Katmandu. AP. | Maóískir uppreisnarmenn í Nepal segja það hafa verið "mistök" er þeir sprengdu í loft upp rútubifreið á mánudag með þeim afleiðingum að 38 létust og 71 slasaðist.

Leiðtogi maóista, Prachandra, sagði mistökin alvarleg og á skjön við stefnu samtakanna. Enn fremur sagði hann þá sem stóðu að tilræðinu sem og yfirmenn á staðnum hafa verið vikið úr samtökunum. "Við hörmum mjög hversu margir óbreyttir borgarar létu lífið," sagði hann í tilkynningu sem hann sendi blaðamönnum og birtist á Netinu. Ekki kom fram hvernig uppreisnarmenn rugluðust á farþegarútu og hermannabifreið.

Sprengingin á mánudag var blóðugasta árás sem beinst hefur gegn óbreyttum borgurum síðan uppreisn braust út í Nepal fyrir áratug.