Heiðar Albertsson fæddist í Skrúð í Skerjafirði 4. mars 1948. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 12. maí.

Elsku Heiðar. Með þessum orðum langar mig að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig.

Ég sendi þér kæra kveðju,

nú komin er lífsins nótt.

Þig umvefji blessun og bænir,

ég bið að þú sofir rótt.

Þó svíði sorg mitt hjarta

þá sælt er að vita af því

þú laus ert úr veikinda viðjum,

þín veröld er björt á ný.

Ég þakka þau ár sem ég átti

þá auðnu að hafa þig hér.

Og það er svo margs að minnast,

svo margt sem um hug minn fer.

Þó þú sért horfinn úr heimi,

ég hitti þig ekki um hríð,

þín minning er ljós sem lifir

og lýsir um ókomna tíð.

(Þórunn Sig.)

Bið að heilsa Krissa

á Englavegi 7.

Þín

Helga Sif.