Donald Rumsfeld
Donald Rumsfeld
Stavanger. AP. | Bandaríkjamenn hafa náð samkomulagi við norsk stjórnvöld um afnotarétt Bandaríkjahers á aðstöðu til geymslu hergagna í Noregi. Samkomulagið er hluti af víðtækri endurskipulagningu á staðsetningu herafla Bandaríkjanna í heiminum.

Stavanger. AP. | Bandaríkjamenn hafa náð samkomulagi við norsk stjórnvöld um afnotarétt Bandaríkjahers á aðstöðu til geymslu hergagna í Noregi. Samkomulagið er hluti af víðtækri endurskipulagningu á staðsetningu herafla Bandaríkjanna í heiminum.

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, mun undirrita samkomulagið, ásamt Kristin Krohn Devold, varnarmálaráðherra Noregs, í dag. Samkomulagið felur í sér að framvegis muni Bandaríkjaher geyma ýmis tæki og tól á tveimur flugvöllum Norðmanna, í stað fimm flugvalla áður. Þá er gert ráð fyrir breytingum á því hvers konar búnaður er geymdur í Noregi.

Hreyfanleiki er lykilorðið í nýrri stefnu bandaríska varnarmálaráðuneytisins sem áhrif hefur á hvers konar búnað þeir geyma í löndum eins og Noregi. Jafnframt hefur það verið keppikefli manna þar á bæ að færa herlið frá svæðum, þar sem ekki þarf að búast við hernaðarátökum, t.d. í Vestur-Evrópu.