Sigurlag Hamingjudaga | Sigurlagið í lagasamkeppni í tengslum við Hamingjudaga á Hólmavík er komið út á geisladiski.

Sigurlag Hamingjudaga | Sigurlagið í lagasamkeppni í tengslum við Hamingjudaga á Hólmavík er komið út á geisladiski. Kristján Sigurðsson, aðstoðarskólastjóri við Grunnskóla Hólmavíkur, er höfundur lagsins og flytjandi en Ásgerður Ingimarsdóttir samdi textann, að því er fram kemur á fréttavefnum strandir.is.

Menningarmálanefnd Hólmavíkurhrepps hefur ákveðið að halda bæjarhátíð á Hólmavík í sumar. Hátíðin sem hefur hlotið nafnið Hamingjudagar á Hólmavík verður haldin helgina 1. til 3. júlí.

Á geisladisknum er sigurlagið í tveimur útgáfum. Önnur er sungin af höfundinum sjálfum en hitt er í karókíútgáfu og fylgir textinn svo menn geti æft sig fyrir hátíðina.