Snorri og Bjarni á Eyjarbókasafninu í Grímsey.
Snorri og Bjarni á Eyjarbókasafninu í Grímsey. — Morgunblaðið/Helga Mattína
Einkaflugmaðurinn Snorri Þorvaldsson sem fyrstur manna lenti flugvél á heimskautsbaug hinn 14. september 1953 kom í dagsheimsókn svona til að skoða Grímsey og rifja upp þetta merka atvik.
Einkaflugmaðurinn Snorri Þorvaldsson sem fyrstur manna lenti flugvél á heimskautsbaug hinn 14. september 1953 kom í dagsheimsókn svona til að skoða Grímsey og rifja upp þetta merka atvik. Það var Bjarni Magnússon hreppstjóri sem tók á móti Snorra og saman keyrðu þeir um eyjuna sem óðfluga er að klæðast sínum græna sumarkjól. Snorri Þorvaldsson vann 30 ár sem fiðluleikari við sænsku útvarpshljómsveitina en hætti árið 1991 og flutti þá til Suður- Frakklands ásamt eiginkonu sinni. Þar hefur Snorri framleitt myrru fyrir strengjahljóðfæri sem hann flytur um heim allan. Ástæðan fyrir því að Snorri lenti í Grímsey 1953 á vél sinni, var mikill áhugi hans á flugi um landið. Alls lenti hann á 78 stöðum, hvort sem nokkur flugvöllur var eða ekki! Eftir að Snorri flutti til Svíþjóðar keypti hann sér aðra flugvél en sagði að ekki hefði verið eins gaman að fljúga hjá Svíum. Ekki sama frelsið og að fljúga á Íslandi og vegna þessa seldi Snorri flugvélina. Snorri Þorvaldsson segist koma eins oft til Íslands eins og geti. Hann dáist að framförum hér á öllum sviðum. Heimsókn Snorra nú var hans þriðja til Grímseyjar. "Þetta er sérstakur blettur á jörðinni og ráðlegg ég öllum að heimsækja hann," sagði Snorri.