Söguhetjurnar í Hefnd Sithsins ættu að vera mörgum Íslendingum kunnar.
Söguhetjurnar í Hefnd Sithsins ættu að vera mörgum Íslendingum kunnar. — Keith Hamshere
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
MÁTTURINN er enn með íslenskum kvikmyndahúsagestum ef marka má mest sóttu kvikmyndina í bíóhúsum landsins þessa vikuna. Stjörnustríðsmyndin Hefnd Sithsins situr sem fastast í toppsætinu þriðju vikuna í röð.

MÁTTURINN er enn með íslenskum kvikmyndahúsagestum ef marka má mest sóttu kvikmyndina í bíóhúsum landsins þessa vikuna. Stjörnustríðsmyndin Hefnd Sithsins situr sem fastast í toppsætinu þriðju vikuna í röð.

Með helgartekjum myndarinnar er Hefnd Sithsins orðin tekjuhæsta mynd ársins hér á landi auk þess sem hún fór yfir 30 þúsund manna aðsóknarmarkið á sínum 17. degi í sýningu. Það er því óhætt að fullyrða að landsmenn hafi tekið vel á móti nýjasta lauknum í Stjörnustríðsgarði George Lucas.

Önnur mest sótta mynd helgarinnar síðustu er kvikmyndin A Lot Like Love , sem frumsýnd var í vikunni. Myndin, sem fjallar um hina þunnu línu milli ástar og vináttu, skartar þeim Ashton Kutcher og Amanda Peet í aðalhlutverkum.

Gamanmyndin Monsters-in-Law og tryllirinn House of Wax falla báðar niður um eitt sæti í annarri viku sinni á listanum.