TIL stendur að slá upp alþjóðlegum búðum við Kárahnjúka síðari hluta júnímánaðar samkvæmt upplýsingum Elísabetar Jökulsdóttur.
TIL stendur að slá upp alþjóðlegum búðum við Kárahnjúka síðari hluta júnímánaðar samkvæmt upplýsingum Elísabetar Jökulsdóttur. Tjaldbúðirnar, sem munu standa fram í ágúst/september, eða svo lengi sem veður leyfir, munu verða vettvangur fyrir fólk að koma á framfæri mótmælum sínum við virkjunarframkvæmdunum. Boðið verður upp á fjölbreytta menningardagskrá, fræðslufundi og gönguferðir með leiðsögumönnum. Að búðunum standa engin samtök, heldur fjöldi einstaklinga úr öllum áttum sem láta sig varða framtíð og örlög náttúrugersema okkar. Öllum er velkomið að taka þátt.