GRÓÐRARSTÖÐVAR hafa á undanförnum árum flutt inn yrki af eplatrjám frá Norðurlöndum. ,,Ágætlega hefur gengið að rækta sjö þeirra í görðum hér á landi og að minnsta kosti jafn mörg yrki hafa gefist vel í köldum gróðurhúsum," segir Kristinn H.

GRÓÐRARSTÖÐVAR hafa á undanförnum árum flutt inn yrki af eplatrjám frá Norðurlöndum.

,,Ágætlega hefur gengið að rækta sjö þeirra í görðum hér á landi og að minnsta kosti jafn mörg yrki hafa gefist vel í köldum gróðurhúsum," segir Kristinn H. Þorsteinsson, formaður Garðyrkjufélags Íslands. Að auki hafa tvær tegundir af dönskum Manus-fjölskyldutrjám gefið góða raun við heppileg skilyrði utandyra. Dæmi eru um að uppskeran hafi orðið 40-60 epli á ári.

Kristinn segir að fyrir utan eplatré hafi náðst markverður árangur í ræktun hindberjarunna af yrkinu Veden. | 25