ÁKVEÐIÐ var á fundi stjórnar Varðar - fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í gær að viðhaft skuli prófkjör vegna uppstillingar á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar 27. maí á næsta ári.

ÁKVEÐIÐ var á fundi stjórnar Varðar - fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í gær að viðhaft skuli prófkjör vegna uppstillingar á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar 27. maí á næsta ári.

Stjórnin mun leggja til við fulltrúaráðsfund í byrjun september að prófkjörið skuli fara fram um mánaðamótin október-nóvember 2005.

Stjórnin mun jafnframt leggja til að þátttaka í prófkjörinu verði heimil öllum fullgildum meðlimum sjálfstæðisfélaganna í kjördæminu, sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana. Einnig verður heimil þátttaka þeim stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins sem eiga munu kosningarétt í kjördæminu við kosningarnar og hafa undirritað inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í kjördæminu fyrir lok kjörfundar.