SKULDIR kaþólsku kirkjunnar vegna Landakotsskóla nema 100 milljónum króna. Þetta kemur fram í erindi sem lögmaður kaþólsku kirkjunnar sendi frá sér vegna opinberrar umfjöllunar um starfsemi skólans.
SKULDIR kaþólsku kirkjunnar vegna Landakotsskóla nema 100 milljónum króna. Þetta kemur fram í erindi sem lögmaður kaþólsku kirkjunnar sendi frá sér vegna opinberrar umfjöllunar um starfsemi skólans. Séra Hjalti Þorkelsson, sem sagði upp starfi sínu sem skólastjóri Landakotsskóla sl. föstudag, hefur lýst því yfir að hann muni ekki taka við starfinu á ný, þrátt fyrir óskir foreldra barna. Hann sagði í gær að hann teldi sér ekki fært að vinna áfram með núverandi stjórn skólans. Í tilkynningu frá stjórn Landakotsskóla segir að undanfarin ár hafi alvarlegur fjárhags- og stjórnunarvandi steðjað að skólanum, m.a. vegna mikils kostnaðar við byggingaframkvæmdir. Því miður hafi stjórnin og skólastjóri ekki verið einhuga um leiðir til lausnar og deilur risið um ábyrgð á starfsmannahaldi.