VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands, VÍS, hefur veitt Jóni Sverri Jónssyni, vaktmanni á Reykjalundi, viðurkenningu fyrir að hafa komið í veg fyrir mikið tjón með því að slökkva eld í röraverksmiðju Reykjalundar-plastiðnaðar seint að kvöldi 20. mars 2005.
VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands, VÍS, hefur veitt Jóni Sverri Jónssyni, vaktmanni á Reykjalundi, viðurkenningu fyrir að hafa komið í veg fyrir mikið tjón með því að slökkva eld í röraverksmiðju Reykjalundar-plastiðnaðar seint að kvöldi 20. mars 2005. Pétur Már Jónsson, framkvæmdastjóri Tjónaþjónustu VÍS, afhenti Jóni Sverri flugmiða hjá Icelandair og sagði við það tækifæri að vaktmaðurinn hefði brugðist rétt við og komið í veg fyrir bruna og tilheyrandi eignatjón með snarræði sínu og dirfsku.