Talsmenn samtaka smásöluverslana í Bretlandi, BRC, skýrðu frá því í gær að heildarsala miðborgarverslana hefði enn dregist saman í maí, að sögn fréttavefjar SKY -sjónvarpsstöðvarinnar. Hefði veltan verið 2,3% minni en mánuðinn á undan.

Talsmenn samtaka smásöluverslana í Bretlandi, BRC, skýrðu frá því í gær að heildarsala miðborgarverslana hefði enn dregist saman í maí, að sögn fréttavefjar SKY -sjónvarpsstöðvarinnar. Hefði veltan verið 2,3% minni en mánuðinn á undan.

Samtökin hvöttu seðlabankann til að lækka vexti til að ýta undir hagvöxt en stjórn bankans mun taka ákvörðun um forvexti á fundi sínum á morgun, fimmtudag.

Yfirmaður BRC, Kevin Hawkins, sagði suma sérfræðinga enn halda því fram að viðvarandi samdráttur í verslun væri aðeins tímabundinn. "En þessar tölur ættu að útrýma öllum efasemdum, við erum nú á samdráttarskeiði vegna þess að neytendur halda að sér höndum," sagði Hawkins.

Húsnæðisverð lækkaði um 0,6% í Bretlandi í maí, að sögn öflugasta fyrirtækisins á sviði húsnæðislána, Halifax. Að sögn fyrirtækisins hækkaði húsnæðisverð að meðaltali um 0,1% fyrstu fimm mánuði ársins og sölusamningar eru um 30% færri en á sama tímabili í fyrra.