Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir limru: Karla, er soninn á Svein, býr við seli og tófur og hreindýr. Fyllist þau leiða oft fara til veiða og frægasta bráðin er sein kýr.

Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir limru:

Karla, er soninn á Svein, býr

við seli og tófur og hreindýr.

Fyllist þau leiða

oft fara til veiða

og frægasta bráðin er sein kýr.

Kristján Eiríksson bætir við í sama dúr um sonardótturina Guðfinnu, "sem heldur enn hinu gamla búskaparlagi ömmunnar":

Hún Guðfinna Sveins sem á Bæ býr

við bjarndýr og strúta og

hrædýr

hún mjólkar í fjósi

í magísku ljósi

hundrað og sextíu sækýr.

Þannig má leika sér með orðasamsetningar. Eins og frægt er í limru Þorsteins Erlingssonar um "mömmuleik":

Tvær leikbrúður nefndust Lon og Don,

og Lon unni Don og Don unni Lon.

"Elsku Don", "elsku Lon",

lon og don -

og "elsku London", þegar þau eignuðust son.

pebl@mbl.is

Höf.: pebl@mbl.is