NORÐMENN fluttu út meira sjávarfang í apríl sl. en nokkru sinn áður eða fyrir 2,5 milljarða norskra króna, um 25 milljarða íslenskra króna. Það er fjórðungsaukning frá sama mánuði síðasta árs.

NORÐMENN fluttu út meira sjávarfang í apríl sl. en nokkru sinn áður eða fyrir 2,5 milljarða norskra króna, um 25 milljarða íslenskra króna. Það er fjórðungsaukning frá sama mánuði síðasta árs. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins jókst útflutningur sjávarafurða um 10% eða 100 milljarða króna.

Helstu útflutningsafurðir Norðmanna í apríl voru síld, ufsi, lax og silungur. Útflutningsverðmæti laxaafurða nam samtals 11 milljörðum íslenskra króna sem er 30% aukning frá fyrra ári. Magnið jókst um 29%, var 39 þúsund tonn, en meðalverðið hækkaði um 3% og var 28,61 norskar krónur á hvert kíló.

Útflutningur Norðmanna til Bretlands jókst um 39% í apríl og nam verðmæti hans nærri tveimur milljörðum króna. Aukningin skýrst fyrst og fremst af meiri útflutningi á laxi, bæði ferskum og frosnum, sem og frosnum þorsk- og ýsuflökum.

Rússland er hins vegar orðið stærsti sjávarafurðamarkaður Norðmanna. Í apríl fluttu þeir afurðir þangað fyrir um 2,4 milljarða króna sem er 88% aukning frá sama mánuði síðasta árs. Hefur útflutningur á heilfrystri síld aukist um 74% það sem af eru þessu ári og nemur verðmæti freðsíldarinnar um 4,4 milljörðum króna. Útflutningur á öðrum síldarafurðum til Rússlands hefur einnig aukist umtalsvert.