— Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyri | Gunnar Níelsson á Akureyri - betur þekktur sem Gunni Nella - er gallharður stuðningsmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, og fagnaði Evrópumeistaratitli félagsins með því að starfa sem kerrustrákur í Bónus á Akureyri sl. laugardag.
Akureyri | Gunnar Níelsson á Akureyri - betur þekktur sem Gunni Nella - er gallharður stuðningsmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, og fagnaði Evrópumeistaratitli félagsins með því að starfa sem kerrustrákur í Bónus á Akureyri sl. laugardag. Það var nefnilega í vetur, þegar Liverpool tapaði fyrir Burnley í bikarkeppninni, að aðstoðarverslunarstjórinn í Bónus spáði því að Liverpool yrði Evrópumeistari. Gunnar lýsti því þá samstundis yfir að ef svo færi skyldi hann sinna starfi kerrustráks í versluninni einn laugardag, og það gerði hann nú og reyndar gott betur; Gunnar, sem starfar sem sölumaður SS á Norðurlandi, stóð nefnilega líka lengi við grillið og bauð gestum verslunarinnar upp á pylsur.