HLUTAFÉ Actavis verður aukið um 11,5% í útboði sem forgangsrétthafar munu eingöngu geta tekið þátt í. Seldir verða 345 milljón nýir hlutir en því til viðbótar ætlar félagið að selja um 199 milljón eigin hluti.

HLUTAFÉ Actavis verður aukið um 11,5% í útboði sem forgangsrétthafar munu eingöngu geta tekið þátt í. Seldir verða 345 milljón nýir hlutir en því til viðbótar ætlar félagið að selja um 199 milljón eigin hluti. Samtals verða því til sölu 543 milljón hlutir sem nær til hluthafa sem voru skráðir í hlutaskrá félagsins við lok viðskipta í Kauphöllinni 3. júní.

Fram kemur í tilkynningu Kauphallar Íslands að verð hinna nýju hluta í útboðinu og verðið á eigin hlutum félagsins verði 38,5 krónur á hlut . Seld verða því ný hlutabréf í Actavis fyrir um 13,3 milljarða króna og hlutabréf í eigu félagsins fyrir um 7,8 milljarða, eða fyrir samtals liðlega 21 milljarð króna. Hinir seldu hlutir eru samtals 18,15% af heildarhlutafé Actavis og verður heildarhlutaféð þá samtals 543 milljón hlutir. Íslandsbanki er umsjónaraðili útboðsins og sölutryggir það ásamt Landsbankanum.