Brynjar Sæmundsson er fæddur árið 1967 í Ólafsfirði þar sem hann var formaður Golfklúbbs Ólafsfjarðar í sex ár áður en hann hélt til náms við Elmwood-háskólann í Skotlandi árið 1994. Brynjar lauk námi í golfvallarfræðum og stjórnun golfklúbba árið 1996.

Brynjar Sæmundsson er fæddur árið 1967 í Ólafsfirði þar sem hann var formaður Golfklúbbs Ólafsfjarðar í sex ár áður en hann hélt til náms við Elmwood-háskólann í Skotlandi árið 1994. Brynjar lauk námi í golfvallarfræðum og stjórnun golfklúbba árið 1996. Hann var ráðinn sem framkvæmdastjóri Leynis árið 1997. Eiginkona Brynjars er Þyrí Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og börn þeirra eru Brynja María 19 ára, Hulda Margrét 12 ára og Ólafur Ian sem er 1 árs.

Brynjar Sæmundsson er fæddur árið 1967 í Ólafsfirði þar sem hann var formaður Golfklúbbs Ólafsfjarðar í sex ár áður en hann hélt til náms við Elmwood-háskólann í Skotlandi árið 1994. Brynjar lauk námi í golfvallarfræðum og stjórnun golfklúbba árið 1996. Hann var ráðinn sem framkvæmdastjóri Leynis árið 1997. Eiginkona Brynjars er Þyrí Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og börn þeirra eru Brynja María 19 ára, Hulda Margrét 12 ára og Ólafur Ian sem er 1 árs.

Á fréttavef Golfklúbbs Reykjavíkur, GR, er birt könnun þar sem kemur fram að um 40% þeirra sem tóku þátt telja að Garðavöllur á Akranesi sé í besta ástandi golfvalla á suðvesturhorninu en púttflatir vallarins komu afar vel undan vetri og hefur aðsókn á völlinn aukist um tæplega 20% í maímánuði og algjör sprenging hefur verið í aukningu gestaspilara frá höfuðborgarsvæðinu.

Brynjar Sæmundsson, framkvæmdastjóri Leynis, segir að enginn sérstakur galdur sé á bak við ástand vallarins en vissulega sé ánægjulegt að geta boðið kylfingum upp á góða aðstöðu í upphafi keppnistímabilsins.

"Hratt flýgur fiskisaga. En við erum stoltir af flötunum okkar og stöndum vel í samanburði við aðra velli á þessum árstíma, en líklega er munurinn svona mikill þar sem margir eiga í vandamálum með púttflatirnar," segir Brynjar á skrifstofu sinni á Akranesi en hann hefur tekið saman tölfræði yfir heimsóknir kylfinga í maí á Garðavöll. "Við erum í samstarfi við Golfklúbb Reykjavíkur, Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, Odd og Kjöl í Mosfellsbæ en kylfingar úr GR, GKG og GO geta leikið á vellinum án endurgjalds en Kjalarmenn greiða lægra vallargjald en aðrir. Það hafa 2.566 kylfingar leikið á vellinum í maí, þar af voru 1.023 gestaspilarar en þeir voru alls 426 í maí á síðasta ári sem gerir um 260% aukningu aðkomu kylfinga á völlinn. Í heildina komu 18% fleiri kylfingar á völlinn í maí en fyrir ári og hafa því félagsmenn í Leyni ekki verið eins mikið á vellinum í maí," segir Brynjar en hann hefur orðið var við að kylfingar séu afar ánægðir með völlinn miðað við árstíma. "Við erum heppnir að hafa ekki lent í þeim vandamálum sem eru til staðar á mörgum völlum og þá sérstaklega á púttflötunum. Það geta verið margar ástæður fyrir því að grasplantan í púttflötunum nær sér ekki á strik. Veðurfarið skiptir þar miklu máli, álag og umferð kylfinga einnig. En það var mjög hlýtt í marsmánuði og síðan kólnaði mjög snögglega. Það getur haft mikil áhrif á vöxtinn og það eru í raun fjölmörg atriði sem geta haft neikvæð áhrif á púttflatirnar. Við tókum þá ákvörðun að setja áburð á flatirnar í mars og kannski hittum við á rétta tímann þar sem flatirnar tóku vel við sér og voru kannski betur undirbúnar fyrir kuldakastið í apríl. Að auki erum við með fjórar tegundir af púttflötum á vellinum, og það er ekki stór munur á þeim þrátt fyrir að þær séu með ólíkar grastegundir og mismunandi undirlag. Golftímabilið er stutt á Íslandi og við höfum fundið fyrir því að afrekskylfingar taka þátt í mótum hjá okkur þar sem þeir vita að þeir fá góðar aðstæður."