EIRÍKUR S. Jóhannsson, forstjóri OgVodafone, hefur verið kjörinn stjórnarformaður Samherja . Finnbogi Jónsson, sem verið hefur starfandi stjórnarformaður Samherja frá árinu 2000, gaf ekki kost á sér til setu í stjórninni.

EIRÍKUR S. Jóhannsson, forstjóri OgVodafone, hefur verið kjörinn stjórnarformaður Samherja . Finnbogi Jónsson, sem verið hefur starfandi stjórnarformaður Samherja frá árinu 2000, gaf ekki kost á sér til setu í stjórninni. Auk Eiríks voru Óskar Magnússon, Jón Sigurðsson, Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Kristján Vilhelmsson kjörnir í stjórn Samherja.

Stærstu eigendur Samherja hafa gert öðrum hluthöfum í félaginu yfirtökutilboð og eiga þeir sem að yfirtökunni standa, nú tæp 90% alls hlutafjár í Samherja.