Hólar | Hólamannafélagið, hollvinasamtök Hólaskóla - Háskólans á Hólum, stendur fyrir Hólmamannaviku í ágúst.

Hólar | Hólamannafélagið, hollvinasamtök Hólaskóla - Háskólans á Hólum, stendur fyrir Hólmamannaviku í ágúst. Þá verða félagsmenn sem allir eru fyrrverandi nemendur og starfsmenn skólans, hvattir til að sækja staðinn heim, kynna sér hvað er um að vera og áætlanir um framtíðina.

Hólamannafélagið hefur starfað með hléum frá því 1904. Markmiðið er meðal annars að tryggja tengsl fyrrverandi nemenda og starfsmanna við skólann og Hólastað, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Á Hólamannaviku, dagana 19. til 26. ágúst, verður boðið upp á gistingu og aðra þjónustu á afsláttarkjörum og þeim sem sækja staðinn heim er boðið upp á sérstaka kynningu á starfi skólans og því sem unnið er að. Þá verða jafnframt kynnt þau samstarfsverkefni sem skólinn vinnur að með öðrum aðilum heima og erlendis.