Hér fagna hinir nýbökuðu Norðurlandameistarar tiltlinum. Í efri röð f.v. eru keppendurnir Rögnvaldur Jónatansson, Kjartan Pálmarsson, Steindór Steinþórsson, Bragi Ragnarsson, Þórarinn Söebech og Markús Sigurðsson. Neðri röð f.v. Kristján Kjartansson dómari, Hörður Tómasson, formaður Akstursklúbbsins, og Jóhann Gunnarsson liðsstjóri.
Hér fagna hinir nýbökuðu Norðurlandameistarar tiltlinum. Í efri röð f.v. eru keppendurnir Rögnvaldur Jónatansson, Kjartan Pálmarsson, Steindór Steinþórsson, Bragi Ragnarsson, Þórarinn Söebech og Markús Sigurðsson. Neðri röð f.v. Kristján Kjartansson dómari, Hörður Tómasson, formaður Akstursklúbbsins, og Jóhann Gunnarsson liðsstjóri.
ÍSLENSKIR vagnstjórar hrepptu Norðurlandameistaratitilinn í ökuleikni vagnstjóra fjórða árið í röð. Keppnin fór fram á sl. laugardag við höfðustöðvar Strætó bs. á Kirkjusandi og fólst keppnin í að leysa hinar ýmsu akstursþrautir á sem skemmstum tíma.

ÍSLENSKIR vagnstjórar hrepptu Norðurlandameistaratitilinn í ökuleikni vagnstjóra fjórða árið í röð. Keppnin fór fram á sl. laugardag við höfðustöðvar Strætó bs. á Kirkjusandi og fólst keppnin í að leysa hinar ýmsu akstursþrautir á sem skemmstum tíma.

Sigur íslensku vagnstjóranna var afgerandi og röðuðu þeir sér í fjögur efstu sætin í keppninni. Markús Sigurðsson var hlutskarpastur allra þeirra 30 vagnstjóra sem tóku þátt, Þórarinn Söebech var annar og þriðji var Rögnvaldur Jónatansson.

Í keppni landsliða sigruðu Íslendingar einnig með yfirburðum. 2.500 sekúndur skildu íslensku vagnstjórana frá þeim dönsku sem lentu í öðru sæti og telst það öruggur sigur. Finnar urðu í þriðja sæti, Norðmenn í því fjórða og Svíar lentu í fimmta og síðasta sæti.