ÁSTAND þorskstofna í Norðursjó er enn þá slæmt og fiskifræðingar ICES vilja draga úr veiðum við Noreg, Danmörku og Færeyjar.

ÁSTAND þorskstofna í Norðursjó er enn þá slæmt og fiskifræðingar ICES vilja draga úr veiðum við Noreg, Danmörku og Færeyjar. Leggja þeir til að þorskveiðar við Færeyjar verði dregnar saman um að minnsta kosti helming, að því er fram kemur á fréttavef IntraFish.

Segir ICES að þorskstofninn í Norðursjó sé nú aðeins um 10% af því sem hann var árið 1970 og varar nú við því að stofnsins bíði sömu örlög og þorskstofnsins við Nýfundnaland en hann hvarf nánast á tíunda áratug síðustu aldar. Þá eru þorskstofnar við norsku ströndina og í Kattegat mjög illa á sig komnir og þar þarf að draga verulega úr veiðum. Búist er við skýrslu ICES um stofnana á föstudag.