Árbær | Sumarstarf Árbæjarsafns er hafið en meðal nýjunga í sumar er að safnið verður opið alla daga frá 10-17. Aðgangseyrir er kr. 600 f. fullorðna og gildir hann í tvær heimsóknir. Ókeypis er fyrir börn og eldri borgara.

Árbær | Sumarstarf Árbæjarsafns er hafið en meðal nýjunga í sumar er að safnið verður opið alla daga frá 10-17. Aðgangseyrir er kr. 600 f. fullorðna og gildir hann í tvær heimsóknir. Ókeypis er fyrir börn og eldri borgara. Í sumar verður boðið upp á örnámskeið líkt og undanfarin ár; í flugdrekagerð, tálgun, glímu, þæfingu, o.fl. Hvert námskeið er 3 klst og er ætlast til að börn komi í fylgd fullorðinna. Þá verða sérstakir viðburðir í boði alla sunnudaga, s.s. kynning á heiðnum sið 12. júní, fornbíladagur 3. júlí, harmónikuhátíð 12. júlí, Ólafsvaka 24. júlí, Víkingaleikjadagur 1. ágúst og Dagur íslenska fjárhundsins 14. ágúst.

Nánari upplýsingar um dagskrá sumarsins er að finna á slóðinni: www.minjasafnreykjavikur.is