— Reuters
Íranskar konur halda á lofti myndum af Mostafa Moin í Teheran í gær en Moin er frambjóðandi í forsetakosningunum sem haldnar verða í Íran 17. júní nk.

Íranskar konur halda á lofti myndum af Mostafa Moin í Teheran í gær en Moin er frambjóðandi í forsetakosningunum sem haldnar verða í Íran 17. júní nk. Moin er fulltrúi umbótaaflanna í kosningunum og hefur varað kjósendur við þeirri hugmynd að sitja heima á kjördag, segir hann að það gæti orðið til þess að Íran breyttist í sannkallað alræðisríki.

Barátta vegna forsetakosninganna þykir hafa verið nokkuð óvægin, veggspjöld hafa verið rifin niður og margir af frambjóðendunum átta hafa kvartað undan því að hafa orðið fyrir áreiti óaldargengja. Sendi innanríkisráðuneytið íranska frambjóðendunum tóninn af þessu tilefni í gær, skipaði þeim að taka til í sínum ranni og hafa hemil á stuðningsmönnum sínum.