Hér festir María Sveinsdóttir heiðursmerkið á Gylfa Ægisson. Fyrir miðju stendur Sveinn Björnsson, formaður Sjómannadagsráðs Siglufjarðar.
Hér festir María Sveinsdóttir heiðursmerkið á Gylfa Ægisson. Fyrir miðju stendur Sveinn Björnsson, formaður Sjómannadagsráðs Siglufjarðar.
SJÓMANNADAGSRÁÐ Siglufjarðar heiðraði á sjómannadaginn Gylfa Ægisson fyrir störf hans, lög, texta og málverk í þágu íslenskrar sjómannastéttar.

SJÓMANNADAGSRÁÐ Siglufjarðar heiðraði á sjómannadaginn Gylfa Ægisson fyrir störf hans, lög, texta og málverk í þágu íslenskrar sjómannastéttar.

Gylfi sem er fæddur og uppalinn á Siglufirði var boðaður á sínar æskuslóðir undir því yfirskini að þar ætti hann að spila og syngja fyrir bæjarbúa. Honum var með öllu ókunnugt um að til stóð að heiðra hann og hafði sjómannadagsráð gætt þess vandlega að ekkert um hinn fyrirhugaða heiður spyrðist út. Það kom því Gylfa í opna skjöldu þegar 200 gestir á kvöldsamkomu í Siglufjarðarkirkju risu upp úr sætum sínum og fögnuðu með lófataki þessu framtaki sjómannadagsráðs.