* RAGNHEIÐUR A. Þórsdóttir úr FH kastaði eins kílós kringlu 40,52 metra á 8. Coca Cola-móti FH sl. laugardag og náði lágmarki fyrir HM unglinga 17 ára og yngri, sem fram fer í Marokkó í næsta mánuði, en lágmarkið er 40,00 metrar.

* RAGNHEIÐUR A. Þórsdóttir úr FH kastaði eins kílós kringlu 40,52 metra á 8. Coca Cola-móti FH sl. laugardag og náði lágmarki fyrir HM unglinga 17 ára og yngri, sem fram fer í Marokkó í næsta mánuði, en lágmarkið er 40,00 metrar. Þessi árangur Ragnheiðar er aðeins 4 sm frá Íslandsmeti Ásdísar Hjálmsdóttur í flokki meyja.

* ÓLAFUR Þór Gunnarsson , knattspyrnumarkvörður úr Val , er genginn til liðs við FH . Hann verður þar til taks sem varamarkvörður fyrir Daða Lárusson en Valþór Halldórsson, sem hefur gegnt því hlutverki, er úr leik í bili vegna meiðsla. Ólafur slasaðist illa á hné í júní á síðasta ári og spilaði ekkert með Val eftir það. Hann er 27 ára og hefur leikið 105 leiki í efstu deild með Val , ÍA og ÍR , og þá á hann að baki einn A-landsleik.

*ÓLAFUR Stefánsson og félagar í Ciudad Real sigruðu heimsúrval, 35:34, í kveðjuleik fyrir spænska landsliðsmanninn Talant Dujsheba ev sem fram fór í Ciudad Real á laugardag.

* DUJSHEBAEV leggur nú handboltaskóna á hilluna eftir langan og gifturíkan feril en tekur í staðinn við þjálfun liðs Ciudad Real af Juan Román sem lét af störfum eftir leikinn í gær.

* DUJSHEBAEV hefur leikið með Ciudad Real undanfarin fimm ár og nýtur gífurlegra vinsælda hjá stuðningsmönnum félagsins. Keppnistreyja hans, númer 10, var dregin upp í rjáfur á Pavilion-höllinni í leikslok.

* ÚKRAÍNUMAÐURINN Sergei Rebrov , leikmaður West Ham , hefur samið við sitt gamla félag Dynamo Kiev eftir fimm ára fjarveru. Tottenham keypti Rebrov árið 2000 en hann náði sér aldrei á strik í enska boltanum og var lánaður til Fenerbache árið 2003. Hann gekk svo til liðs við West Ham en samningur hans rennur út í sumar og enska liðið fær því ekkert í sinn hlut fyrir leikmanninn.

* ENSKA úrvalsdeildarfélagið Blackburn hefur staðfest áhuga sinn á Benni McCarthy , leikmanni portúgalska liðsins Porto . McCarthy , sem kemur frá Suður-Afríku , sagðist nýlega mjög sáttur með lífið í Portúgal en vel kæmi til greina að færa sig um set og enska knattspyrnan hafi heillað hann frá unga aldri.

*MANCHESTER United hefur átt í viðræðum við PSV Eindhoven um kaup á miðvallarleikmanni félagsins Ji-Sung Park . Park er 24 ára Suður-Kóreumaður sem verið hefur hjá PSV síðan í desember 2002 en samningur hans rennur út næsta sumar. Ef af kaupunum verður er Park annar leikmaðurinn sem United fær í sínar raðir í sumar en fyrir skömmu keypti liðið markvörðinn Edwin van der Sar frá Fulham .