UMHVERFISRÁÐHERRA hefur boðað sveitarstjórnarmenn á höfuðborgarsvæðinu til fundar á föstudag til að ræða möguleika á æfingasvæðum fyrir torfærumótorhjól. Fundarboð var sent út í gær og í fyrradag.

UMHVERFISRÁÐHERRA hefur boðað sveitarstjórnarmenn á höfuðborgarsvæðinu til fundar á föstudag til að ræða möguleika á æfingasvæðum fyrir torfærumótorhjól. Fundarboð var sent út í gær og í fyrradag.

Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK) hefur lengi barist fyrir fjölgun æfingarsvæða í nágrenni höfuðborgarinnar og hefur Hrafnkell Sigtryggsson, formaður VÍK, sagt að með því myndi draga úr utanvegaakstri. Að sögn Hrafnkels Sigtryggssonar hefur Sveitarfélagið Ölfus sýnt mikinn skilning á þessu máli. Nú standi yfir viðræður um æfingarsvæði á svonefndu Bolöldusvæði sem er austur af Sandskeiði og suður af Litlu kaffistofunni. Þá hafi viðræður við Landgræðsluna sömuleiðis gengið vel og verið sé að ræða um hugsanlegt æfingasvæði í nágrenni Þorlákshafnar.